Go to content
N66° 9' W23° 15'

Fiskimiðin

Á Vestfjörðum eru engin stóriðjufyrirtæki eða efnaverksmiðjur sem gerir það að stóriðjufrísvæði. Því eru auðug fiskimið við Vestfirði með þeim hreinustu á Íslandi. Á kortinu má sjá slóð allra bátanna daginn sem þeir veiddu þorskinn sem notaður var til að framleiða þorskalýsið þitt. Með því að smella á brautina má sjá hvaða braut tilheyrir hvaða báti.

gadus-morhua-fish

Fiskurinn

Olían þín var gerð úr ferskri lifur eingöngu úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua). Lifrin var keypt af línubátum á staðnum sem fara snemma til veiða á hverjum morgni og landa afla sínum samdægurs.

Íslendingar hafa byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar með áherslu á sjálfbæra nýtingu fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins.

Niðurstöður prófana á olíunni þinni

Greiningarvottorð (CoA) er skjal sem staðfestir að fæðubótarefni olíunnar þinnar hafi gengist undir sérstakar prófanir og fylgi vörulýsingum og stöðlum þess.

Dioxin og PCB staðlar:
Hámarksgildi fyrir summu dioxins og dioxin-líkra PCB efna (WHO-PCDD/F-PCG-TEQ) fyrir sjávarolíur.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: 6,0 ng/kg

Ísland og Noregur (strangari lög): 5,0 ng/kg

Gæði í framleiðslu

Framleiðsluaðstaða okkar fylgir ströngum evrópskum framleiðslustöðlum og fylgir leiðbeiningum HACCP.

Framleiðslu- og hreinlætisaðferðir starfsstöðvarinnar eru reglulega skoðaðar af MAST, matvæla- og dýraheilbrigðiseftirliti Íslands, til að uppfylla kröfur í reglugerðum (EB) nr. 178/2002, 852/2004.

Stofnunin hefur hefur komið á og innnleitt eftirlitskerfi sem byggir á meginreglum HACCP í samræmi við 5. grein reglugerðar (EB) nr. 852/2004 og sannprófun á virkni í samræmi við Seafood HACCP, reglugerð 21 CFR 123 frá FDA.

Viðurkenningarnúmer True westfjords: IS A878 EFTA

Fiskmarkaðurinn

Við kaupum þorsklifrina okkar á Fiskmarkaði Vestfjarða. Markaðurinn er staðsettur í höfninni í Bolungarvík, í 200 metra fjarlægð frá framleiðslustöð okkar.

Markmið fiskmarkaðarins er að tryggja sjómönnum sanngjarnt markaðsverð og sjá fiskvinnslufyrirtækjum á staðnum fyrir hráefni. Fiskmarkaðurinn hreinsar og kælir enn frekar fisk og aukaafurðir og útvegar okkur ferska, kælda lifur.

Rekjanleiki

Dropi Spearmint Hylki - 90 stk

Dropi er kaldunnið þorskalýsi sem er eingöngu unnið úr Atlantshafþorski (Gadus morhua). Kaldunna aðferðin varðveitir öll vítamín, omega-3, aðrar fitusýrur og alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Magn vítamína, litur olíunnar og bragð getur verið mismunandi eftir árstíðum vegna æti þorsksins.

Þykknið sem við notumst við er lífrænt vottað og því 100% náttúrulegt og hreint. Farið er eftir öllum stöðlum Evrópusambandsins við framleiðslu þess og meðhöndlun. Það er rannsakað af þriðja aðila innan Evrópusambandsins fyrir skordýraeitri og öðrum eiturefnum.

Hylkin eru gerð úr fisk gelatíni sem gerir Dropa að 100% fiskiafurð og því hentar það einstaklingum sem fylgja pescatarian mataræði.