Algengar spurningar

Er vatn í olíunni?

Nei, við skolum olíuna með vatni en svo ervatnið sigtað burt.

Eru bragðtegundirnar gerðar á rannsóknarstofu?

Nei, við viljum að allar vörurnar okkar séu eins nátturulegar og mögulegt er. Ekkert af innihaldi Dropa er gert á rannsóknarstofu. Bragðefnin eru lífræn og rekjanleg.

Er óhætt fyrir fólk með ofnæmi að taka Dropa?

Dropi er fiskiafurð, svo við mælum ekki með því að fólk með fiskiofnæmi noti vöruna.

Hvaða fiskur er notaður í gelatínið á hylkjunum?

Gelatínið kemur frá fiskbeinum. Aðallega þorski eða beitifiski.

Er Dropi með GMP/FDA vottun?

Já, verksmiðjan er með HACCP (GMP) vottun og Dropi er einnig með FDA vottun.

Hvaðan kemur náttúrulega E-vítamínið?

E-vítamínið kemur úr sólblómum.

Er Dropi hluti af vegan og/eða grænmetisætumataræði?

Nei, Dropi er gerður úr þorsklifur.

Er Dropi hluti af “pescatarian” mataræði?

Já, Dropi fellur undir pescatarian mataræði.

Er Dropi með halal vottun?

Já, Dropi er með halal vottun.

Er kvikasilfur í Dropa?

Nei, öll framleiðsla er prófuð af þriðja aðila og aldrei hefur fundist kvikasilfur í Dropa.

Er Dropi prófaður fyrir þungmálmum og eiturefnum?

Já, öll framleiðsla er prófuð af þriðja aðila. Sjá hér.

Hvað þýðir að olían er kaldunnin?

Það þýðir að hitastigið, í allri framleiðslunni, fer aldrei yfir 42°C.

Geta börnin mín tekið Dropa?

Já, ef þau eru eldri en 6 mánaða.

Hver er ráðlagður dagskammtur?

Ráðlagður dagskammtur er ein teskeið (5ml). Ráðlagður dagskammtur af hylkjum eru 2-4 hylki.

Background Pattern