Go to content
Um Dropa

Heilsusamlegt líferni

Ferðalag Dropa hófst í Bolungarvík, sjávarbæ á Norðvesturlandi, staðsett á Vestfjörðum. Þar má finna eitt elsta sjávarútvegssamfélag Íslands.

 

Fyrir utan ótrúlega fallega náttúru, einkennist Ísland einnig af heilbrigðu lífi, langlífi og sjálfbærni. Það eru þær íslensku rætur sem við hjá Dropa höfum byggt inn í alla þætti vörumerkis okkar. Vestfirðirnir veita okkur ein hreinustu fiskimið sem hægt er að finna í Atlantshafinu með hreinasta stofn gæðafisks allt um kring. Þar vinnum við í sátt við náttúruna og sjómenn á staðnum tryggja stöðugt framboð á ferskum þorski þrátt fyrir stöðugar sveiflur í veðurfari. Þrátt fyrir þessar sveiflur skín fagmennska og ástríða þeirra í gegnum hverja og eina vöru sem við framleiðum.

1000 ára gömul hefð

Íslenska arfleiðin er það sem gerir okkur sannarlega að því sem við erum og gerum við það á okkar einstaka hátt.
Lýsið okkar er eingöngu kaldunnið. Þessi aðferð var þróuð af víkingum og hefur verið þróuð á síðustu 1000 árum, sem gerir okkur kleift að framleiða hágæða þorskalýsi. Dropi er HACCP vottað, sem þýðir að allar vörur okkar eru framleiddar samkvæmt evrópskum stöðlum um góða framleiðsluhætti.

1000 ára íslenskt hefð. Í flösku!

Hreinn íslenskur dropi

Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast hrein, náttúruleg vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði. Olían inniheldur hrein og náttúruleg vítamín A og D, ásamt Omega-3 og öðrum fitusýrum. Engum gerviefnum eða viðbættum vítamínum er bætt við olíuna.

Þorsklifrin

Árla morguns fara sjómenn í Bolungarvík út á haf á bátum sínum með beitningarbala. Sumir með bala sem beittir eru í landi daginn áður, aðrir með bala sem beittir eru í vélum um borð. Eftir veiði dagsins halda bátarnir í heimahöfn þar sem ferskum aflanum er landað. Fiskurinn er verkaður og seldur á fiskmarkaði, þaðan sem við kaupum lifrina. Við fáum hana svo afhenta ferska innan dagsins. Afurðin er því fersk allt vinnsluferlið.

Sambandið við sjómennina er okkur mjög dýrmætt, þeir eru okkar máttarstólpar og það er þeim að þakka að við fáum að framleiða þessa hágæða afurð með því að tryggja að við höfum aðgang að ferskasta, hreinasta og næringarríkasta fiskinum í N-Atlantshafi. Öll þeirra vinna gerir okkur kleift að varðveita hefðbundnar íslenskar aðferðir við framleiðslu á þorskalýsi.

Við þekkjum alla okkar sjómenn. Það getur þú líka!

Við hjá Dropa höfum ekkert að fela. Hver einasta flaska inniheldur QR kóða sem gerir þér kleift að rekja innihald flöskunnar og kynnast sjómönnunum sem veiddu fiskinn í sem notaður var til þess að gera olíuna í þinni flösku.