Hrein fiskiolía
Hugmyndin um "hreinar vörur" hefur orðið sífellt vinsælli á undanförnum árum og er stöðugt vaxandi stefna sem skilgreinir einstakar atvinnugreinar, vörumerki og neytendavörur á markaðnum, svo sem "hreinar snyrtivörur", "hreinar matvörur" o.s.frv.
Vörur okkar hafa einstaka eiginleika og sérstöðu, og með framúrskarandi gæðum höfum við skapað nýjan vöruflokk undir heitinu hrein fiskiolía, en Dropi er fyrsta kaldunna og hreina fiskiolían í heiminum.
Dropi flokkast sem "Hrein Fiskiolía" af eftirfarandi ástæðum:
* Kaldvinnsluaðferð: Vegna kaldvinnsluaðferðar okkar varðveitum við alla náttúrulegu eiginleika þorsklifrarinnar, sem þýðir að við þurfum ekki að bæta við neinum aukaefnum né gerviefnum í vörurnar okkar. Þetta gerir olíuna okkar að jómfrúarolíu, hráfæði og hreina frá öllu því sem er óþarft fyrir líkamann okkar.
* Ferskt hráefni: Ferska þorsklifrin sem við notum í vörurnar okkar kemur eingöngu frá kristaltæru vatni N-Atlantshafsins á Vestfjörðum, sem eru ein hreinustu fiskmið heims. Við erum í nánu sambandi okkar sjómenn og vinnum eingöngu með nýveiddan Atlantshafsþorsk (Gadus morhua) sem er ávallt unninn innan 48 klukkustunda.
* Gagnsætt birgðakeðjukerfi: Með rekjanlegu QR-kóðakerfi gerum við viðskiptavinum okkar kleift að komast að uppruna vörunnar og stöndum við loforð okkar um að vera fullkomnlega gagnsæ og áreiðanleg.
Einungis ein teskeið
Vegna mikils magns af næringarefnum og vítamínum þarf aðeins að taka eina teskeið af Dropa á hverjum degi, en með einni teskeið færðu dagskammtinn af mikilvægum Omega-3 og A- og D vítamínum.
Nýtt: Dropi Kids
Við kynnum með stolti nýjung - Dropi Kids.
Dropi Kids býr yfir sömu eiginleikum og Dropi, en er hannað með litlu landkönnuðina okkar í huga.
Lesa meira: Dropi Kids
Gæðastimpill
Við hjá Dropa notum þennan stimpil með stolti á öllum okkar vörum, en hann táknar þá grundvallareiginleika sem skilgreina okkar vöruflokk. Í meginatriðum tryggjum við fullan rekjanleika, ferskleika og 100% náttúruleg hráefni.