Go to content

Skilmálar

Almenn Ákvæði

Vefsíðan er rekin af fyrirtækinu True Westfjords ehf. Í gegnum þessa síðu munu eftirfarandi orð, “við”, “okkur” og “okkar” vísa til True Westfjords ehf. True Westfjords ehf. býður þér allt sem finna má á þessari síðu.

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu dropi.is eða dropi.com/is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur True Westfjods ehf. annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu okkardropi.is eða dropi.com/is , teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu. True Westfjords ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

KAFLI 1 – SKILMÁLAR VEFVESLUNAR

Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir kaupandi að hann/hún sé a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið lögaðili, en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga við fyrirtæki og stofnanir. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir.

KAFLI 2 – VERÐ

Vinsamlegast athugið að verð í netverslun True Westfjords ehf. og í útsendum póstum getur breyst án fyrirvara. Verð er birt með virðisaukaskatti og með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. True Westfjords ehf. áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Stuðlaberg mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. Sendingakostnaður er ekki innifalinn í upprunalegu verði á netrverslun en birtist síðar í innkaupaferlinu. Netverslunin býður uppá tvo sendingamáta:

  • Sækja á pósthús (700 ISK)
  • Sent heim (1.000 ISK)

Frí heimsending fyrir pantanir hærri en 5.000 ISK.

KAFLI 3 – ACCURACY, COMPLETENESS, AND TIMELINESS OF INFORMATION

Þú mátt hætta við kaupin og/eða skila vörunni innan 14 daga frá móttöku vörunnar, í samræmi við reglur um rafræn kaup, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Við vöruskil þarf greiðslukvittunin að fylgja með.Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

KAFLI 4 – ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga.

KAFLI 5 – LÖG UM VARNARÞING

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

KAFLI 6 – AFHENDINGARSKILMÁLAR

Sendingarmöguleikar
Netverslunin býður uppá tvo sendingamáta:

  • Sækja á pósthús (700 ISK)
  • Sent heim (1.000 ISK)

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 1–4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Flutningsaðili
Allir flutningar fram með Íslandspósti.

Flutningsmáti
Flutningsmáti fer eftir því hvað Íslandspóstur telur henta hverju sinni.

KAFLI 7 – ÖRYGGI

Greiðslumöguleikar
‍Í vefverslun okkar er boðið upp á tvær greiðsluleiðir; með greiðslukorti eða debetkortum. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist.

‍Greiðslukort
‍Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Borgun.

KAFLI 9 – PERSÓNUVERNDARUPPLÝSINGAR

Það má finna allt um persónuverndarskilmála okkar á persónuverndar síðu okkar.

True Westfjord Ltd.
Hafnargata 76b
415 Bolungarvik, Iceland
kt 4510121180
vsk: 112482
info@truewest.is