Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til að varðveita alla náttúrlega eiginleika olíunnar. Lágt hitastig er notað í gegnum allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast hrein, náttúrleg vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.
Algengar spurningar
Hér finnur þú svör við algengustu spurningum frá viðskiptavinum Dropa.
Framleiðsla Dropa er byggð á fornri aðferð, en er þó framleidd á skemmri tíma en áður fyrr. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast náttúrulega vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.
Vegna kaldvinnsluaðferðar okkar hjá Dropa varðveitum við alla náttúrulegu eiginleika þorsklifrarinnar, sem þýðir að við þurfum ekki að bæta við neinum aukaefnum né gerviefnum í vörurnar okkar.
Þetta gerir olíuna okkar að jómfrúarolíu, hráfæði og hreina frá öllu því sem er óþarft fyrir líkamann okkar.
Við mælum ekki með að þeir sem eru með fiskiofnæmi taki Dropa.
Já Dropi hentar þeim sem eru Pescaterians.
Nei Dropi inniheldur þorsklifur og hentar því ekki "Vegans" né Vegetarians.
Já, framleiðslan okkar hafa verið vottaðuð af HACCP (GMP), sem þýðir að allar okkar vörur eru framleiddar í samræmi við evrópska staðla um góða framleiðsluhætti.
Já, ef þau eru eldri en 6 mánaða. Við mælum með 1,5 ml fyrir börn, sem er u.þ.b. 1/3 af tsk. Bambus skeið sem fylgir með Dropa Kids vörunum okkar tekur 1,5 ml.
Hér má sjá ráðlagðan dagsskammt af vítamínum frá embætti landlæknis: Ráðlagður dagsskammtur vítamína
Ráðlagður dagskammtur ef þú tekur fljótandi Dropa er ein teskeið (5ml) en ef þú tekur Dropa hylki þá er ráðlagður dagskammtur 3 - 6 hylki.
Með einni teskeið eða 3 - 6 hylki, færðu dagskammtinn af mikilvægu Omega-3 og A- og D- vítamínum.
Vinsælasta varan okkar er Dropi Original fljótandi og Dropi Original 180 hylki.
Best er að geyma fljótandi Dropa eftir opnun á köldum og þurrum stað og geymist þá flaskan í 3 mánuði í ísskáp.
Með hylkin frá Dropa þá er best að geyma þau við stofuhita og má sjá síðasta ráðlagða neysludag undir flöskunni.
Það hefur mælst joð í smávægilegu mæli í vörunum okkar hjá Dropa þar sem joð finnst í öllum fiski nema krabbadýrum.
Ferska þorsklifrin sem við notum í vörurnar okkar kemur eingöngu frá kristaltæru vatni N-Atlantshafsins á Vestfjörðum, sem eru ein hreinustu fiskmið heims. Við erum í nánu sambandi okkar sjómenn og vinnum eingöngu með nýveiddan Atlantshafsþorsk (Gadus morhua) sem er ávallt unninn innan 48 klukkustunda.
Vegna mikils magns af næringarefnum og vítamínum þarf aðeins að taka eina teskeið af Dropa á hverjum degi, en með einni teskeið færðu dagskammtinn af mikilvægum Omega-3 og A- og D vítamínum.
Hægt er að breyta pöntun þinni hjá Dropa með því að senda tölvupóst á info@dropi.is og við munum sjá til þess að gera umbeðnar breytingar ef vörurnar eru enn í vöruhúsi okkar.
Það er misjafnt hversu langan tíma það tekur að fá endurgreitt en yfirleitt tekur endurgreiðslan 1-3 virka daga. Varan þarf að vera ónotuð og í upprunalegu ástandi við skil.
Hægt er að skipta vöru sem keypt er á heimasíðu okkar með því að koma með hana í Engihjalla 8, 2. hæð á virkum dögum til kl 16:00 eða endursenda hana með Dropp
Hægt er að finna innihaldslýsingu á vörum frá Dropa inn á heimasíðu okkar, undir hverri vöru fyrir sig og fara í innihaldslýsing.
Vörurnar frá Dropa innihalda ekki omega–6 né omega–9 en vörurnar frá Dropa innihalda omega–3 og aðrar fitusýrur. Engum gerviefnum eða viðbættum vítamínum er bætt við olíuna.
Bæði A og D-vítamínið koma úr þorskalifrinni. A-vítamínið er retínól og D-vítamínið er D3.
Allar framleiðslulotur hjá Dropa eru vottaðar af Eurofins í Þýskalandi.
Það er persónubundið hvenær hentar hverjum og einum að taka Dropa. Við einfaldlega mælum með að setja það í rútínu þegar þér hentar.