Andri Rúnar Bjarnason

Atvinnumaður í knattspyrnu

Andri Rúnar Bjarnason er atvinnumaður í knattspyrnu og spilar fyrir Esbjerg í Danmörku. Hann ólst upp í Bolungarvík á Vestfjörðum og spilaði þar með BÍ/Bolungarvík (núna Vestri). Hann spilaði 164 leiki og skoraði 71 mark fyrir uppeldisfélagið, en Andri er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Árið 2017 jafnaði Andri markametið fræga í efstu deild á Íslandi, sem enginn hafði komist nálægt í 20 ár, þegar hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum. Ásamt því að vera markahæstur var Andri valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum.

‍Sænska liðið Helsingborg, þá í næst efstu deild (Superettan), fékk Andra til sín eftir tímabilið 2017. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku varð Andri markahæsti leikmaður deildarinnar, þegar hann skoraði 16 mörk og hjálpaði liði sínu að vinna deildina og með því komast upp í efstu deild.

‍Andri var keyptur til Þýska stórliðsins Kaiserslautern sumarið 2019, þar sem hann spilar í dag.

‍Andri hefur leikið 5 A landsleiki og skorað í þeim 1 mark.

Dropi Background Pattern